LUKR er samstarfsverkefni Umhverfis- og Skipulagssviğs Reykjavíkurborgar, Upplısingatæknişjónusta Reykjavíkurborgar (UTR), Orkuveitunnar og Mílu ehf um ağ reka samræmt og samtengt landupplısingakerfi fyrir alla borgina. Landupplısingar á Umhverfis- og Skipulagssviği eru í forsvari fyrir verkefniğ, annast rekstur şess og veita allar upplısingar um şağ (usk_lukr@rvk.is).

Landupplısingakerfi (einnig nefnd landfræğileg upplısingakerfi) eru tölvukerfi ætluğ til innsetningar, samtengingar og úrvinnslu á bæği myndrænum gögnum og textagögnum sem eiga şağ sameiginlegt ağ tengjast ákveğnum stöğum eğa svæğum. Gagnasöfn LUKR eru mjög yfirgripsmikil og í stöğugum vexti. Şau skiptast í mörg svonefnd gagnaşemu sem hvert um sig geymir upplısingar um ákveğna tegund landupplısinga, til dæmis byggingar, lóğamörk, hæğarlínur, götukanta og fleira.

Upplısingunum má skipta í grafískar upplısingar og tengdarupplısingar eğa eigindir. Útlínur húss meğ stağsetningum í hnitakerfi borgarinnar eru dæmi um hiğ fyrrnefnda en ımsar upplısingar sem tengjast húsinu eru dæmi um hiğ síğarnefnda.

Á Netinu er almenningi í gegnum Borgarvefsjá veittur ókeypisağgangur ağ miklu safni upplısinga úr LUKR á einfaldan og ağgengilegan hátt (www.borgarvefsja.is). Meğ şví ağ velja şar útprentunarhnapp má vista gögnin og setja inn í önnur forrit til frekari vinnslu.

Hægt er ağ sækja heilu şemun á shape-formi, sem töflu (csv) eğa KML á vef fyrir gjaldfrjáls gögn LUKR.Einnig er hægt ağ velja sér smærri svæği og mismunandi skráarsniğ (SHAPE, File Geodatabase, DWG, DXF, DGN) á úttektarkerfi LUKR (şó meğ şví skilyrği ağ skrá sig inn gegnum island.is eğa meğ auğkenni í síma).